Innlent

Lög­reglan óskar eftir að ná tali af karl­manni

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan óskar eftir aðstoð við að bera kennsl á manninn.
Lögreglan óskar eftir aðstoð við að bera kennsl á manninn. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í síma 444 1000.

Ef fólk þekkir til mannsins, eða veit hvar hann er að finna, er það beðið um að hringja í lögregluna. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Lögreglan væntir þess að ljósmyndirnar geti gefið vísbendingar um hver maðurinn er en hún telur að um sé að ræða erlendan ríkisborgara. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×