Innlent

Ók á gangandi vegfaranda og stakk af

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Suðurlandsbrautar og Vegmúla í gærkvöldi. Ökumaður bílsins keyrði svo í burtu.
Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Suðurlandsbrautar og Vegmúla í gærkvöldi. Ökumaður bílsins keyrði svo í burtu. Vísir/Aníta

Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að átta ökumenn hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Einn þeirra var jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og annar var vistaður í fangageymslum lögrelgu í nótt þar sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Einn ökumaður var þá stöðvaður og reyndist hann bílprófslaus. 

Tilkynnt var um umferðaróhapp á sjötta tímanum í gærkvöldi en bifreið hafði verið ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Þær voru fluttar burt með dráttarbifreið og engin slys urðu á fólki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×