Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Bandaríkjaforseti segir það lykilatriði að halda stöðugleika í Evrópu en að hann verði ekki til staðar nema öll aðildarríki NATO standi við skuldbindingar sínar um að verja hvert annað gegn hvers kyns árásum. Ekkert lát er á árásum Rússa.

Fjallað verður um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem við lítum við á ljósmyndasýningu í Núllinu í beinni útsendingu.

Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Hefja á framkvæmdir til að bæta öryggi gangandi vegfarenda við fjölmenn gatnamót við Kauptún í Garðabæ í sumar. Banaslys varð við gatnamótin í fyrra en rannsóknarnefnd samgönguslysa er nokkuð harðorð í garð veghaldara í nýútkominni skýrslu.

Og við rifjum upp snókeræði sem greip um sig á Íslandi fyrir um þremur áratugum og sjáum hvar sportið er statt í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×