Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar, og aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag.Nýburi var lagður inn á gjörgæslu í gær með Covid-19.

Rætt verður við barnalækni á Barnaspítala Hringsins í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þá verður fjallað um stríðið í Úkraínu en Rússar hafa dregið úr markmiðum sínum í Úkraínu og segja rússnesk yfirvöld nú meginmarkmiðið að frelsa Donbas-héröðin undan oki úkraínskra stjórnvalda.

Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin.

Fiskidagurinn mikli hefur verið blásinn af þriðja árið í röð. Framkvæmdastjórinn segir ástæðuna vera óvissu vegna covid19.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×