Íslenski boltinn

Breiðablik í úrslit Lengjubikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði síðasta mark Breiðabliks í kvöld.
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði síðasta mark Breiðabliks í kvöld. Facebook/@fotbolti

Breiðablik vann Aftureldingu 3-0 í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Á morgun kemur í ljós hvort Valur eða Stjarnan verði mótherji Blika í úrslitaleiknum.

Helena Ósk Hálfdánardóttir kom Blikum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Það tók bikarmeistarana hins vegar dágóða stund að klára leikinn gegn nýliðum Aftureldingar en bæði lið leik í Bestu deildinni í sumar.

Þegar 82 mínútur voru komnar á klukkuna varð Eva Ýr Helgadóttir, markvörður Aftureldingar, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Karen María Sigurgeirsdóttir þriðja mark Blika og lauk leiknum skömmu síðar.

Breiðablik því áfram með fullkominn árangur í Lengjubikarnum en liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×