Innlent

Vil­hjálmur nýr for­maður Starfs­greina­sam­bandsins

Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Vilhjálmur Birgisson er nýr formaður SGS.
Vilhjálmur Birgisson er nýr formaður SGS. Vísir/Vilhelm

Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu.

Þá var Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sjálfkjörin í stöðu varaformanns.

Vilhjálmur segist í samtali við Vísi fá sterkt umboð með kosningunni og fram undan sé barátta við gerð kjarasamninga sem losna í október. Það sé samfélaginu öllu til ævarandi skammar að lágmarkslaun á Íslandi dugi ekki fyrir nauðþurftum.

Fylgst er grannt með gangi mála í vaktinni á Vísi hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×