Innlent

Skot­vopn, skot­helt vesti og kylfa fundust eftir fíkni­efna­akstur

Atli Ísleifsson skrifar
Þjófnaðarmál komu meðal annars inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Þjófnaðarmál komu meðal annars inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn var stöðvaður í hverfi 105 í Reykjavík og við leit í bílnum fann lögregla skotvopn, skothelt vesti og kylfu.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu. Segir ennfremur að ökumaður og farþegi hafi verið vistaðir í fangaklefa.

Á meðal annarra verkefna lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt má nefna að tilkynning hafi borist um börn sem væru að stökkva milli skúra í Hafnarfirði. Ekkert hafi þó verið að sjá þegar lögreglu bar að garði.

Þá var tilkynnt um þjófnað í hverfi 221 í Hafnarfirði og þjófnað úr verslun í hverfi 109 í Reykjavík. 

Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna innbrots á heimili í Grafarvogi og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×