Innlent

Al­dís Mjöll og Guð­ríður Lára til þing­flokks Sam­fylkingarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðríður Lára Þrastardóttir og Aldís Mjöll Geirsdóttir.
Guðríður Lára Þrastardóttir og Aldís Mjöll Geirsdóttir. Samfylkingin

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið þær Aldísi Mjöll Geirsdóttur og Guðríði Láru Þrastardóttur sem aðstoðarmenn þingflokksins.

Í tilkynningu segir að starfið felist í alhliða þjónustu og sérfræðiráðgjöf við þingmenn og hafa þær þegar hafið störf.

„Aldís lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og MA-prófi í lögfræði frá sama skóla. Þá lagði hún áherslu á Evrópurétt og mannréttindi í náminu, sér í lagi þegar hún var í skiptinámi við KU Leuven í meistaranámi.Hún hefur gegnt lykilstörfum í Samfylkingunni, var m.a. kosningastjóri í Reykjavík haustið 2021 og er ritari Ungra jafnaðarmanna. Þá var hún forseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs 2020-2021 og formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta 2017-2018.

Guðríður Lára lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og ML próf frá sama skóla vorið 2008. Árið 2009 öðlaðist hún réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Veturinn 2010-2011 lagði hún stund á meistaranám í Hagnýtum og fræðilegum mannréttindum við Óslóarháskóla. Guðríður starfaði sem héraðsdómslögmaður hjá OPUS lögmönnum og VALVA lögmönnum árin 2008-2014. Frá árinu 2015 hefur hún starfað sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Fyrir er starfsmaður þingflokks Tómas Guðjónsson og hefur hann tekið við sem framkvæmdastjóri þingflokks,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Öllum lög­fræðingum Rauða krossins sagt upp störfum

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×