Fótbolti

Vandræði PSG halda áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gengi PSG hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur.
Gengi PSG hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur. Photo/Manu Fernandez

Seinustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir franska stórveldið Paris Saint-Germain, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

PSG hefur nú tapað þrem af seinustu fimm deildarleikjum sínum og fjórum af seinustu sex ef horft er á allar keppnir.

Liðið var án Lionel Messi sem var veikur í dag og því gátu stuðningmenn félagsins ekki kennt honum um úrslitin, en litli Argentínumaðurinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann kom til félagsins í sumar.

Wissam Ben Yedder kom Monaco yfir um miðjan fyrri hálfleik. Það var svo varamaðurinn Kevin Volland sem skoraði annað mark liðsins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og Wissam Ben Yedder innsiglaði 3-0 sigur með marki af vítapunktinum á 84. mínútu.

Þrátt fyrir slæmt gengi PSG seinustu vikur trónir liðið enn á toppi deildarinnar með 15 stiga forskot. PSG er með 65 stig eftir 29 leiki, en Monaco situr hins vegar í sjöunda sæti með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×