Fótbolti

FH í úr­­slit Lengju­bikarsins eftir sigur á Stjörnunni: Sjáðu mörkin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson og félagar eru komnir í úrslit Lengjubikarsins.
Matthías Vilhjálmsson og félagar eru komnir í úrslit Lengjubikarsins. Vísir/Hulda Margrét

FH vann 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. FH mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í úrslitum.

Leikar voru jafnir framan af leik en eftir rúmlega hálftíma leik kom Eggert Gunnþór Jónsson FH yfir. Ástbjörn Þórðarson átti þá góða sendingu inn á teig og Eggert Gunnþór kom boltanum í netið. Staðan 1-0 FH í vil í hálfleik.

Emil Atlason hefur raðað inn mörkum á árinu.Vísir/Hulda Margrét

Emil Atlason hefur verið sjóðandi heitur það sem af er undirbúningstímabili fyrir Stjörnuna og hann jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka kom Kristinn Freyr Sigurðsson FH yfir á nýjan leik eftir stoðsendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. 

Það var svo Ólafur Guðmundsson sem gerði endanlega út um leikinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, lokatölur 3-1 og FH komið í úrslit.

Úrslitaleikur Lengjubikarsins fer fram laugardaginn 2. apríl og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Klippa: Mörkin úr leik FH og Stjörnunnar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×