Körfubolti

Sigur í framlengingu batt enda á ellefu leikja taphrinu á útivelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Los Angeles Lakers batt enda á ellefu leikja útivallataphrinu í nótt.
Los Angeles Lakers batt enda á ellefu leikja útivallataphrinu í nótt. Cole Burston/Getty Images

Los Angeles Lakers er að snúa gengi sínu við í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann fimm stiga sigur gegn Toronto Raptors í nótt, 128-123, í framlengdum leik.

Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu, en alls skiptust liðin 24 sinnum á að hafa forystuna. Gestirnir í Lakers höfðu nauma forystu þegar komið var að hálfleikshléinu, staðan 59-55.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, Toronto-liðið var ögn sterkara í þriðja leikhluta og leiddi með þremur stigum þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Raptors-liðið var með boltann þegar rúmar fimm sekúndur voru til leiksloka, en Russel Westbrook stal boltanum og setti niður þrist þegar tæp sekúnda var á klukkunni og sá til þess að framlenging væri í vændum.

Í framlengingunni voru það liðsmenn Lakers sem reyndust sterkari og þeir unnu að lokum góðan fimm stiga sigur, 128-123. Fyrir leikinn í kvöld hafði Lakers tapað ellefu leikjum í röð á útivelli og því kærkominn sigur fyrir liðið.

LeBron James var stigahæsti maður vallarins með 36 stig fyrir Lakers. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Raptors var það Scottie Barnes sem var atkvæðamestur með 31 stig, 17 fráköst og sex stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

Dallas Mavericks 101-111 Philadelphia 76ers

Memphis Grizzlies 105-120 Atlanta Hawks

Portland Trailblazers 123-128 Brooklyn Nets

Denver Nuggets 116-119 Cleveland Cavaliers

Washington Wizards 97-100 New York Knicks

Los Angeles Lakers 128-123 Toronto Raptors

Oklahoma City Thunder 108-120 Miami Heat

Indiana Pacers 121-118 Houston Rockets

New Orelans Pelicans 124-91 San Antonio Spurs

Los Angeles Clippers 92-121 Utah Jazz

Chicago Bulls 102-129 Phoenix Suns

Boston Celtics 126-97 Sacramento Kings

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×