Fótbolti

Bayern München aftur á toppinn eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern. vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir lékk allan leikinn í hjarta varnar Bayern München er liðið endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 4-2 sigri gegn Frankfurt í kvöld.

Maximiliane Rall kom heimakonum Bayern yfir strax á fimmtu mínútu, en Laura Freigang og Nicole Anyomi sáu til þess að það voru gestirnir í Frankfurt sem fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn.

Lea Schuller jafnaði metin fyrir Bayern snemma í síðari hálfleik og það var svo varamaðurinn Viviane Asseyi sem kom liðinu í 3-2 með marki á 79. mínútu og Jovana Damnjanovic tryggði Bayern 4-2 sigur með marki í uppbótartíma.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilia Rúnarsdóttir sátu allan tíman á varamannabekk Bayern. Þá þurfti Alexandra Jóhannsdóttir kom inn af varamannabekk Frankfurt í uppbótartíma.

Bayern er nú á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum meira en Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Wolfsburg á þó leik til góða.

Frankfurt situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig og er í harðri baráttu um sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×