Fótbolti

Alfons endurnýjar kynnin við Mourinho

Sindri Sverrisson skrifar
Alfons Sampsted stóð sig vel gegn Roma í haust og mun mæta ítalska liðinu aftur í 8-liða úrslitum.
Alfons Sampsted stóð sig vel gegn Roma í haust og mun mæta ítalska liðinu aftur í 8-liða úrslitum. Getty/Massimo Insabato

Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt drógust gegn lærisveinum Jose Mourinho í ítalska liðinu Roma, í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA í fótbolta.

Bodö/Glimt og Roma mætast því að nýju eftir að hafa einnig mæst í riðlakeppninni í haust þar sem Alfons og félagar unnu 6-1 risasigur á heimavelli og liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ítalíu. Það var Alfons sem kom Bodö/Glimt áfram í 8-liða úrslitin í gær.

PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, dróst gegn franska liðinu Marseille. Ljóst er að Sverrir og Alfons gætu aðeins mæst í úrslitaleik keppninnar, ef bæði lið næðu svo langt.

Leicester mætir PSV Eindhoven sem sló út Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn í gær. Loks mætast Feyenoord og Slavia Prag.

Átta liða úrslitin:

Bodö/Glimt – Roma

Feynerood – Slavia Prag

Marseille – PAOK

Leicester – PSV Eindhoven

Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 7. og 14. apríl.

Undanúrslitin:

Leicester eða PSV – Bodö/Glimt eða Roma

Feyenoord eða Slavia Prag - Marseille eða PAOK

Leikirnir í undanúrslitum fara fram 28. apríl og 5. maí. Úrslitaleikurinn fer fram í Tirana í Albaníu 25. maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×