Fótbolti

Chelsea fékk Real Madrid og Atlético Madrid fer aftur til Manchester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karim Benzema, David Alaba og félagar í Real Madrid mæta Evrópumeisturum Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Karim Benzema, David Alaba og félagar í Real Madrid mæta Evrópumeisturum Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. epa/Sergio Perez

Evrópumeistarar Chelsea mæta Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í átta liða og undanúrslit keppninnar í Nyon í Sviss í dag.

Liverpool dróst gegn Benfica, liðið sem flestir vildu sennilega mæta, og Englandsmeistarar Manchester City mæta Atlético Madrid. Atlético sló Manchester United út í sextán liða úrslitunum og gæti slegið hitt Manchester-liðið út í átta liða úrslitunum. Þá mæta Evrópudeildarmeistarar Villarreal Bayern München.

Sigurvegarinn í viðureign Chelsea og Real Madrid mætir Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum. Það er því bæði möguleiki á enskum slag eða leik Madrídarliðanna í undanúrslitunum.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mæta Villarrael eða Bayern Benfica eða Liverpool.

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram 5. og 6. apríl og seinni leikirnir 12. og 13. apríl. Undanúrslitin fara svo fram 26. og 27. apríl og 3. og 4. maí. Úrslitaleikurinn verður á Stade de France 28. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×