Fótbolti

Íslenskar mínútur víðsvegar um Evrópu

Atli Arason skrifar
Samsett mynd, Hólmbert, Dagný og Hjörtur
Samsett mynd, Hólmbert, Dagný og Hjörtur Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir, Hjörtur Hermannsson og Hólmbert Aron Friðjónsson fengu öll í mínútur í sigurleikjum sinna liða víðsvegar um Evrópu í dag. 

Dagný Brynjarsdóttir spilaði allan leikinn á miðju West Ham í 0-1 útisigri á Birmingham í ensku ofur deildinni í dag. Sigurinn lyftir West Ham upp fyrir Reading í sjötta sæti deildarinnar en bæði lið eru með 23 stig. Birmingham er áfram fast á botni deildarinnar eftir sjötta tapleikinn í röð. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Birmingham falli úr deildinni.

Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður fyrir Pisa á 81. mínútu í 3-0 sigri liðsins á Cremonese í uppgjöri toppliðanna í ítölsku B deildinni. Sigurinn þýðir að Pisa stekkur yfir Þóri Jóhann og félaga í Lecce og upp í toppsæti deildarinnar þegar 9. umferðir eru eftir. Pisa er með 55 stig á meðan Leccer er með 54 stig. Cremonese fylgir svo fast á eftir með 53 stig í þriðja sæti.

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Lillestrom, hafði betur gegn Óttari Húna Magnússyni og hans liðsfélögum í Nardo í uppgjöri Íslendingaliðanna í norska bikarnum í dag. Lillestrom vann öruggan 0-4 sigur. Óttar Hún spilaði allar 90 mínúturnar í vörn Nardo en Hólmbert fyrstu 65 mínúturnar áður en honum var skipt af velli í stöðunni 0-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×