Fótbolti

Arnór Ingvi í byrjunarliði New England sem tapaði gegn Real Salt Lake

Atli Arason skrifar
DC United v New England Revolution FOXBOROUGH, MA - APRIL 24: Arnor Traustason #25 of New England Revolution in game portrait during a game between D.C. United and New England Revolution at Gillette Stadium on April 24, 2021 in Foxborough, Massachusetts. (Photo by Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images) Arnór Ingvi Traustason
DC United v New England Revolution FOXBOROUGH, MA - APRIL 24: Arnor Traustason #25 of New England Revolution in game portrait during a game between D.C. United and New England Revolution at Gillette Stadium on April 24, 2021 in Foxborough, Massachusetts. (Photo by Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images) Arnór Ingvi Traustason Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England Revolution og spilaði 60 mínútur í grátlega svekkjandi 2-3 tapi á heimavelli gegn Real Salt Lake í bandarísku MLS deildinni. 

New England var 1-0 yfir þegar Arnóri var skipt af leikvelli en þá gerðu heimamenn þrefalda breytingu. Einn af þeim sem kom inn á völlinn þegar Arnóri var skipt út af var Jozy Altidore en hann tvöfaldaði forystu New England aðeins tveimur mínútum síðar.

Sergio Córdova minnkar muninn fyrir gestina á 78. mínútu en á fimm mínútna kafla á síðustu andartökum leiksins þá skorar Real Salt Lake tvisvar. Fyrst var það varnarmaðurinn Justen Glad sem skoraði á 88. mínútu og Tate Schmitt tryggir Salt Lake stigin þrjú með marki á þriðju mínútu uppbótatímans.

Sigur hefði getað skilað New England í eitt af efstu sætum austurdeildar en þess í stað er liðið í því sjöunda með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×