Fótbolti

Tvö Íslendingalið áfram í norska bikarnum

Atli Arason skrifar
Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í dag.
Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í dag.

Viking og Stromsgodset fóru áfram í 8-lið úrslit norsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigra í dag. 

Það tók Samúel Kára Friðjónsson ekki nema nokkrar sekúndur að skora mark eftir að honum var skipt inn á leikvöllinn í hálfleik í 0-2 sigri Viking á Kongsvinger í 16-liða úrslitum norska bikarsins í dag. Patrik Gunnarsson var allan tímann á varamannabekk Viking.

Bjarni Antonsson var einnig ónotaður varamaður. Bjarni sat á varamannabekk Start í 2-0 tapi liðsins á útivelli gegn Sandnes.

Ari Leifsson kom inn á af varamannabekk Stromsgodset á áttundu mínútu leiksins og spilaði í rúmlega 112 mínútur þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir framlengdan leik. Lars Salvesen, leikmaður Stromsgodset, klikkaði á vítaspyrnu sinni í annari umferð. Markvörður Stromsgodset, Morten Saetra, fór á punktinn í fimmtu spyrnu liðsins og skoraði örugglega áður en hann fór í markið og varði fimmtu vítaspyrnu Raufoss. Saetra var svo hetja Stromsgodset í bráðabana þegar hann varði sjöundu spyrnu Raufoss. Ari og félagar í Stromsgodset fer því áfram eftir 6-5 sigur í vítaspyrnukeppni.

16-liða úrslitin klárast svo á morgun með þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×