Innlent

Verk­stæði í Grundar­firði brennur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Slökkviliðið glímir við eldinn. Eins og sjá má á myndinni leggur mikinn reyk frá verkstæðinu.
Slökkviliðið glímir við eldinn. Eins og sjá má á myndinni leggur mikinn reyk frá verkstæðinu. Vísir

Verkstæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði stendur í ljósum logum og slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar berst nú við eldinn. Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út til að berjast við eldinn.

Þegar fréttastofa hringdi í slökkviliðsstjórann gat hann ekki rætt við blaðamann vegna anna við slökkvistörf. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði eldurinn á sjöunda tímanum og enn er barist við eldinn. 

Samkvæmt frétt Skessuhorns barst viðbótarmannskapur og tæki til aðstoðar Grundfirðingur frá Slökkviliði Snæfellsbæjar fyrir stuttu. Í húsinu eru þrjú fyrirtæki starfrækt, þar á meðal Bifreiðaþjónusta Snæfellsness og Snæfellsnes excursion. 

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×