Innlent

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Árni Sæberg skrifar
Annþór (t.v.) og Börkur (t.h.) stefndu ríkinu báðir vegna vistun þeirra á öryggisgangi.
Annþór (t.v.) og Börkur (t.h.) stefndu ríkinu báðir vegna vistun þeirra á öryggisgangi.

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Börkur var, ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni, sýknaður árið 2017 fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.

Í kjölfar andláts Sigurðar Hólm voru þeir Börkur og Annþór vistaðir á öryggisgangi Litla-Hrauns í eitt og hálft ár. Eftir sýknudóminn fóru þeir báðir fram á bætur fyrir meint tjón og miska sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir.

Fyrir rétt liðlega áæri síðan var ríkið sýknað af kröfu Barkar upp á 120 milljóna króna kröfu Barkar, að því er segir í frétt Morgunblaðsins um málið.

Samkvæmt dómi Landsréttar skaut Börkur dómi héraðsdóms strax til æðra dómstigs en lækkaði kröfur sínar niður í tæplega sextíu milljónir króna.

Landréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms.

Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×