Viðskipti innlent

Lands­bankinn varar við sann­færandi svika­póstum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
visir-img
Foto: Hanna Andrésdóttir

Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina.

Í póstinum eru viðskiptavinir beðnir um að kanna upplýsingar um kortafærslur með því að ýta á þartilgerðan hlekk. Þegar nánar er að gáð koma póstarnir frá netföngum á borð við „@landbankinn.is,“ þar sem s-ið vantar. Tölvupóstarnir geti því verið sérstaklega varhugaverðir.

Bankinn segist aldrei senda tölvupósta eða SMS-skeyti með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans. Hafirðu ýtt á tengil í svikapósti eru leiðbeiningarnar eftirfarandi:

„Ef þú hefur opnað hlekkinn og skráð þig inn á fölsku síðuna þá eru svikararnir komnir með aðgangsupplýsingar þínar. Þá er mikilvægt að þú skráir þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breytir lykilorðinu strax.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×