Innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Menningar­fé­lags Akur­eyrar

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Hrund Einarsdóttir.
Eva Hrund Einarsdóttir. Aðsend

Stjórn Menningarfélags Akureyrar hefur ráðið Evu Hrund Einarsdóttur í starf framkvæmdastjóra.

Frá þessi segir í tilkynningu en Eva Hrund er menntaður viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál og stjórnun og með MLM nám í forystu og stjórnun. 

„Hún starfaði um tíu ára skeið sem fjármála- og starfsmannastjóri hjá Lostæti ehf og hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar frá árinu 2014.

Alls sóttu 16 manns um starfið og var umsóknarferlinu stýrt af Mögnum Ráðningum,“ segir í tilkynningunni. 

Eva Hrund tekur við starfinu af Þuríður Helgu Kristjánsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í janúar. „Á sama tíma og stjórn Menningarfélagsins þakkar Þuríði Helgu fyrir farsælt samstarf og óskar henni velfarnaðar í nýjum ævintýrum býður stjórnin Evu Hrund innilega velkomna til starfa.“

Menningarfélag Akureyrar rekur Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, og Menningarhúsið Hof.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×