Enski boltinn

Harvey Elliot kom sér í vandræði í fagnaðarlátum Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harvey Elliott fagnar sigri í Liverpool á Wembley og sést hér með blysið í hönd.
Harvey Elliott fagnar sigri í Liverpool á Wembley og sést hér með blysið í hönd. Getty/James Gill

Hinn ungi Harvey Elliot vann sinn fyrsta titil með Liverpool í gær þegar liðið varð ensku deildabikarmeistari.

Elliot skoraði í vítaspyrnukeppninni og fagnaði auðvitað vel með félögum sínum eftir leikinn.

Nú virðist hins vegar vera sem svo að þessi átján ára strákur hafi komið sér í vandræði í fagnaðarlátum Liverpool.

Myndir hafa birst af stráknum þar sem hann heldur á rauðu blysi eftir leikinn. Elliott tók upp blysið sem stuðningsmenn Liverpool höfðu kastað í átt að vellinum. Hann sveiflaði því að kallaði í átta að stuðningfólki Liverpool.

Enska knattspyrnusambandið hefur skrifað til Harvey Elliot og beðið um útskýringar á háttalagi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×