Enski boltinn

Aðeins Sir Alex meðlimur í klúbbnum sem Klopp komst í á Wembley í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar hér með bikarinn á Wembley-leikvanginum í gær.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar hér með bikarinn á Wembley-leikvanginum í gær. Getty/Matthew Ashton

Þegar Jürgen Klopp kom til Liverpool hafði félagið aðeins unnið einn titil á níu árum. Hann hefur heldur betur bætt úr því.

Liverpool tryggði sér sigur í enska deildabikarnum í gær með sigri á Chelsea í vítakeppni. Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool liðið vinnur þennan bikar undir stjórn Klopp.

Með því að ná þessum titli í hús þá komst Klopp í mjög fámennan hóp. Í raun var aðeins einn meðlimur í honum en það er Sir Alex Ferguson.

Þeir tveir eru einu knattspyrnustjórarnir í Englandi sem hafa unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina, enska deildabikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða. Klopp vantar aðeins enska bikarinn en hann hefur Ferguson unnið líka og það ofar en einu sinni.

Liverpool hefur enn fremur unnið fimm titla síðan að Manchester United vann síðasta titil sinn vorið 2017.

Undir stjórn Klopp vann liðið Meistaradeildina vorið 2019, ensku deildina sumarið 2020, heimsmeistarakeppni félagsliða í desember 2020 og loks enska deildabikarinn í gær. Liverpool vann líka Ofurbikar Evrópu haustið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×