Golf

Rúmar tvær milljónir fyrir að hafna í þriðja sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haraldur Franklín

Íslenski atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús náði góðum árangri á áskorendamótaröð Evrópu um helgina.

Leikið var í Suður-Afríku og lék Haraldur á samtals nítján höggum undir pari sem skilaði honum þriðja sæti.

Heimamaðurinn JC Ritchie hampaði sigri á samtals 26 höggum undir pari og Belginn Chris Mivis varð annar á samtals 20 höggum undir pari.

Þetta voru fyrstu stig Haraldar á mótaröðinni og fékk hann verðlaunafé upp á rúmar tvær milljónir króna fyrir að hafna í þriðja sæti mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×