Fótbolti

Vagner Love bjargaði stigi fyrir Midtjylland á lokasekúndunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson. vísir/getty

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Midtjylland þegar liðið heimsótti OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en lengi vel stefndi í óvæntan sigur heimamanna.

Brasilíumaðurinn Vagner Love, sem gekk nýverið í raðir Midtjylland, bjargaði stigi fyrir liðið með því að skora jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Engu að síður svekkjandi úrslit fyrir Midtjylland sem er í harðri baráttu við FCK um toppsætið og er nú þremur stigum á eftir Kaupmannahafnarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×