Enski boltinn

Leeds að ganga frá stjóraskiptum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Að kveðja ensku úrvalsdeildina?
Að kveðja ensku úrvalsdeildina? vísir/Getty

Argentínski knattspyrnustjórinn Marcelo Bielsa hefur að öllum líkindum stýrt Leeds United í síðasta sinn.

Einhverjir enskir fjölmiðlar hafa greint frá því í kvöld að stjórn Leeds sé búin að ákveða að reka Bielsa úr starfi en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum á miðlum félagsins.

Ljóst þykir að starf hans hangir á bláþræði enda hefur Leeds verið í frjálsu falli í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. 

Liðið hefur fengið á sig tuttugu mörk í síðustu fimm leikjum sínum og er komið í afar slæm mál þar sem liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla eru forráðamenn Leeds klárir með arftaka Bielsa og er það sagður vera hinn bandaríski Jesse Marsch sem stýrði síðast RB Leipzig í Þýskalandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×