Íslenski boltinn

Tvö mörk undir lokin tryggði sigur Stjörnunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil Atlason skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Emil Atlason skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Um var að ræða síðasta leik kvöldsins.

Fjölnir tók á móti Stjörnunni í riðli 2 í A-deild í Egilshöll í kvöld. Heimamenn leika í Lengjudeildinni í sumar meðan Stjarnan leikur í Bestu-deildinni. Heimamenn voru samt sem áður nálægt því að ná í stig.

Emil Atlason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 í hálfleik. 

Andri Freyr Jónasson jafnaði metin fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks og var staðan þannig þangað til fimm mínútur lifðu leiks en þá skoraði Emil annað mark sitt og annað mark Stjörnunnar. 

Ísak Andri Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn með þriðja marki gestanna skömmu síðar, lokatölur 1-3.

Stjarnan er nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en Fjölnir er án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×