Albert og félagar náðu í stig gegn meisturum Inter

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert í baráttunni við Alexis Sanchez.
Albert í baráttunni við Alexis Sanchez. Getty Images

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem nældi í stig gegn Ítalíumeisturum Inter Milan í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 0-0 en Albert fékk gott færi snemma leiks en brenndi af.

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn í Genoa og eftir nokkrar mínútur fékk Albert gott færi en þó með varnarmenn Inter í bakinu. Hann rak vinstri tánna í boltann sem skoppaði rétt framhjá og ljóst að með smá heppni hefði Albert getað stimplað sig inn í hug og hjörtu stuðningsfólks Genoa. 

Albert eftir að færið fór forgörðum.Getty Images

Hægt og rólega tóku gestirnir öll völd á vellinum en það breytti því ekki að staðan var enn markalaus í hálfleik. Inter hélt áfram að sækja í síðari hálfleik en þrátt fyrir að eiga 21 skot í leiknum þá tókst þeim ekki að koma boltanum framhjá Salvatore Sirigu í marki Genoa.

Albert nældi sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 83. mínútu. Vörn heimamanna hélt áfram og lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Genoa er sem fyrr í 19. sæti Seria A, nú með 17 stig - fimm stigum frá öruggu sæti. Inter er hins vegar í 2. sæti með 55 stig á meðan AC Milan er á toppnum með 57 stig. Inter á leik til góða. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira