Íslenski boltinn

Víkingar skelltu Val að Hlíðarenda

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti.
Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti.

Það var stórleikur í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Val að Hlíðarenda.

Kyle McLagan sem gekk í raðir Víkinga frá Fram í vetur kom Víkingum á bragðið áður en Erlingur Agnarsson hlóð í tvennu og kom Víkingum í 0-3.

Aron Jóhannsson kom inn af varamannabekknum og klóraði í bakkann fyrir heimamenn áður en flautað var til leiksloka.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék ekki með Val í kvöld þar sem hann glímir nú við kórónuveiruna.

Lokatölur 1-3 fyrir Víkinga sem eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Valsarar hins vegar með sjö stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×