Innlent

Draga til­kynningu um dauðs­fall af völdum Co­vid-19 til baka

Eiður Þór Árnason skrifar
Sjúkrahúsið á Akureyri er á hættustigi. 
Sjúkrahúsið á Akureyri er á hættustigi.  Vísir/Vilhelm

Ekki er lengur talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti einstaklings sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um seinustu helgi. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá viðbragðsstjórn spítalans sem hafði greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið þar af völdum faraldursins.

Þar segir að í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem gefnar voru út af embætti landlæknis á þriðjudag og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19.

„Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð,“ segir í yfirlýsingu á vef spítalans sem undirrituð er af Sigurði E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lækninga, fyrir hönd viðbragðsstjórnar Sjúkrahússins á Akureyri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×