Innlent

Vill að ríkið selji 30 til 40 prósenta hlut í Lands­virkjun

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur rétt að íslenska ríkið selji stóran hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða með ákveðnum skilyrðum.

Þetta segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið. Hún segist ekki telja ólíklegt að aukin arðsemi Landsvirkjunar muni leiða til að pólitískur áhugi aukist á að breyta rekstrarformi Landsvirkjunar.

Greint var frá því á dögunum hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð.

„Ég tel að það komi vel til greina að selja um 30 til 40 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna með skilyrðum,“ segir Guðrún. Þannig yrði eignarhaldið áfram hjá almenningi.

Guðrún segir jafnframt í samtali við Fréttablaðið að á sama tíma megi spyrja hvort ekki liggi óinnleyst arðsemi í Landsvirkjun sem væri þá hægt að hámarka betur á meiri samkeppnisgrundvelli.


Tengdar fréttir

Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð

Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×