Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan hálf sjö. 
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan hálf sjö. 

Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum. Við tökum einnig stöðuna á landsmönnum og ræðum við formann farsóttarnefndar Landspítalans um stöðu spítalans til þess að takast á við hömlulausan faraldur.

Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við fulltrúa utanríkismálanefndar Alþingis sem fundaði tvívegis um Úkraínudeiluna í dag.

Í kvöldfréttum og í Íslandi í dag verður rætt við konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot. Þær gagnrýna hversu fáar ákærur voru gefnar út í málinu og segja að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókn þeirra.

Þá tökum við stöðuna á Hvergerðingum sem ætla að taka höndum saman og byggja Hamarshöllina upp að nýju og hittum mæðgur sem búa á einni afskekktustu bújörð landsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×