Innlent

Hellisheiðinni lokað á nýjan leik og fjöldi bíla fastur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar klukkan 10:20 í morgun. Bílar á Hellisheiði nærri Skíðaskálanum í Hveradölum.
Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar klukkan 10:20 í morgun. Bílar á Hellisheiði nærri Skíðaskálanum í Hveradölum. Vegagerðin

Lokað var fyrir umferð um Hellisheiðina klukkan 9:40 í morgun. Nokkur fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku. Opið er fyrir umferð um Sandskeið og Þrengsli.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út vegna mikils fjölda bíla á leiðinni til borgarinnar sem sé fastur.

Hann segir að svo virðist sem einhver hafi lent í vandræðum sem hafi orsakað það að mjög margir bílar sitji fastir.

Snjóbíll og jeppar eru á leiðinni að austan á leiðinni upp á heiðina að sögn Davíðs. Hann segist ekki vita nákvæmlega í hverju vandinn liggi. Lítið þurfi til við aðstæður sem þessar. Mikill snjór hafi fallið í nótt og mikið fok í vindinum.

Fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var búið að losa alla bíla sem festust í óveðrinu sem gekk yfir 21. og 22. febrúar. Flesta bílana var hægt að keyra af vettvangi en einhverja þurfti að draga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×