Fótbolti

Hirti og félögum mistókst að endurheimta toppsætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson og félagar ferðu enn eitt jafnteflið í kvöld.
Hjörtur Hermannsson og félagar ferðu enn eitt jafnteflið í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa gerðu markalaust jafntefli er liðið tók á móti Parma í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Hjörtur Var í byrjunarliði Pisa, en var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik. Pisa var með ágætis forskot á toppi ítsölku B-deildarinnar fyrir nokkrum vikum, en liðið hefur nú aðeins unni einn af seinustu sex leikjum sínum.

Það er þó ekki hægt að segja að liðið sé að tapa mikið af leikjum þar sem að í þessum seinustu sex leikjum hefur liðið gert fimm jafntefli.

Sigur hefði lyft Pisa aftur á topp deildarinnar, en liðið situr nú í þriðja sæti með 46 stig, jafn mörg og Lecce og Cremonese sem sitja í eftu tveimur sætunum, en með verri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×