Íslenski boltinn

Annað áfall fyrir Breiðablik

Sindri Sverrisson skrifar
Juan Camilo Pérez liggur þjáður á vellinum eftir að hafa meiðst í hægra hnénu. Svo virðist sem að hann hafi slitið krossband.
Juan Camilo Pérez liggur þjáður á vellinum eftir að hafa meiðst í hægra hnénu. Svo virðist sem að hann hafi slitið krossband. Stöð 2 Sport

Knattspyrnumaðurinn Juan Camilo Pérez frá Venesúela mun væntanlega ekkert spila með Breiðabliki á þessu ári en miklar vonir voru bundnar við hann í vesturhluta Kópavogs.

Pérez er að öllum líkindum með slitið krossband eftir að hafa meiðst í hné í leiknum gegn FC Kaupmannahöfn á Atlantic Cup í Portúgal á dögunum en þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson þjáflari Blika í samtali við Fótbolta.net.

Atvikið þegar Pérez meiddist má sjá hér að neðan.

Klippa: Blikinn Pérez meiddist í Portúgal

Miklar vonir voru bundnar við Pérez. „Ég er sannfærður um að hann hitti í mark,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi í vetur og bætti við að hann gæfi Blikum nýja vídd í sóknarleiknum.

Þetta er í annað sinn í vetur sem nýr leikmaður Breiðabliks meiðist alvarlega því framherjinn Pétur Theodór árnason, sem kom frá Gróttu í haust, sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum, aðeins viku eftir að hafa hafið æfingar með Blikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×