Enski boltinn

Sprengdi alla krúttmæla þegar hún fylgdist með pabba í sjónvarpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hope Lingard í fullum skrúða og klár í leikinn.
Hope Lingard í fullum skrúða og klár í leikinn. Instagram/@hopelingard

Jesse Lingard var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 4-2 sigur á Leeds um helgina. Einn lítill aðdáandi var í skýjunum með niðurstöðuna. 

Lingard og félagar spiluðu einn sinn besta leik á tímabilinu og mörgum stuðningsmönnum var létt að sjá liðið skora loksins eitthvað af mörkum.

Lingard hafði skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en aldrei verið í byrjunarliðinu. Það bjuggust flestir við því að hann færi í félagaskiptaglugganum í janúar. En eftir að Anthony Martial fór til Spánar þá ákváðu forráðamenn félagsins að halda Lingard.

Lingard var örugglega orðinn mjög óþolinmóður að fá tækifæri í byrjunarliðinu í deildinni og það kom loksins á sunnudaginn. Lingard spilaði hægra megin í þriggja manna línu fyrir aftan Cristiano Ronaldo og með þeim Bruno Fernandes og Jadon Sancho.

Lingard skoraði ekki í leiknum en minnti á sig á þeim 67 mínútum sem hann spilaði.

Á heimili Jesse Lingard var vel fylgst með leiknum og þar var dóttir hans Hope prúðbúin í Manchester United búningi með númeri pabba síns.

Það er óhætt að segja að Hope Lingard hafi sprengt flesta krúttmæla þegar hún horfði á pabba sinn spila. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×