Innlent

Öllu flugi í fyrra­málið frestað eða af­lýst

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Óveðrið hefur áhrif á allt flug í morgun.
Óveðrið hefur áhrif á allt flug í morgun. vísir/vilhelm

Öllu flugi ís­lensku flug­fé­laganna til og frá Kefla­víkur­flug­velli í nótt og í fyrra­málið hefur verið frestað eða af­lýst vegna ó­veðursins. Allar flug­ferðir Icelandair frá Banda­ríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólar­hring.

Fjórum flugferðum Icelandair frá landinu í fyrramálið hefur verið aflýst. Það voru ferðir til Frankfurt, Parísar, Berlínar og Kaupmannahafnar. 

Öðru flugi flugfélagsins til Evrópu í fyrramálið hefur verið frestað. Það eru flug til London, Dublin og Amsterdam, sem seinkar öllum um sjö til átta klukkustundir og fara upp úr klukkan 15 og þá seinkar leiguflugi Icelandair til Las Palmas um rúmlega sex klukkustundir og fer klukkan 14:50.

Flugi Play til Tenerife í fyrramálið hefur verið seinkað um sólarhring. 

Hér má sjá hvernig flugáætlun morgundagsins verður háttað hjá íslensku flugfélögunum:

Icelandair

07:25 Frankfurt: Aflýst

07:35 París CDG: Aflýst

07:40 Berlín Brandenburg: Aflýst

07:40 London Heathrow: Áætluð brottför 15:20

07:40 Amsterdam: Áætluð brottför 15:00

07:45 Dublin: Áætluð brottför 15:20

07:45 Kaupmannahöfn: Aflýst

09:30 Las Palmas: Áætluð brottför 14:50

Play

09:00: Seinkað um sólarhring - Áætluð brottför 09:05 miðvikudaginn 23. febrúar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×