Enski boltinn

Maguire: Ég skammast mín fyrir þetta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þungu fargi létt.
Þungu fargi létt. vísir/Getty

Eftir langa bið skoraði Manchester United loksins mark eftir hornspyrnu þegar liðið bar sigurorð af erkifjendum sínum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrirliði liðsins, enski varnarmaðurinn Harry Maguire, kom Man Utd á bragðið í 2-4 sigri þegar hann skallaði hornspyrnu Luke Shaw í netið. 

Um var að ræða fyrsta mark Man Utd eftir hornspyrnu á tímabilinu en liðið hafði fengið 138 hornspyrnur í leikjum tímabilsins þegar Shaw spyrnti boltanum á kollinn á Maguire í dag.

„Ég skammast mín fyrir þessa tölfræði. Ég er í stóru hlutverki í föstum leikatriðum en sem lið höfum við alls ekki verið nógu góðir. Ef við værum búnir að skora meira úr föstum leikatriðum værum við ofar í töflunni,“ sagði Maguire í leikslok.

Eftir sigurinn í dag er Manchester United í 4.sæti með 46 stig en á engan möguleika á að slást um efstu tvö sætin við Manchester City og Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×