Körfubolti

Obi Toppin sigraði troðslukeppnina og Karl-Anthony Towns er þriggja stiga kóngurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Obi Toppin sigraði troðslukeppni NBA-deildarinnar í nótt.
Obi Toppin sigraði troðslukeppni NBA-deildarinnar í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images

Obi Toppin, leikmaður New York Knicks, bar sigur úr býtum í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir einvígi gegn Juan Toscano-Anderson og Karl-Anthony Towns er fyrsti stóri maðurinn til að sigra þriggja stiga keppnina síðan 2012.

Toppin tryggði sér sigurinn með því að setja boltann á milli fóta sinna og þaðan í spjaldið áður en hann tróð honum við mikinn fögnuð áhorfenda.

Þá tryggði Karl-Anthony Towns sér sigur í þriggja stiga keppninni með bestu úrslitaumferð frá upphafi, en hann náði sér í 29 stig. Góðvinur Towns, Devin Booker, átti metið þegar hann náði 28 stigum árið 2018.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×