Fréttir

Yfir­heyrslum allra blaða­mannanna frestað

Árni Sæberg skrifar
Lögreglustjórinn fyrir norðan, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir.
Lögreglustjórinn fyrir norðan, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir. Vísir

Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á RÚV, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum hafa verið boðuð í yfirheyrslu og þeim veitt réttarstaða sakbornings af lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Aðalsteinn Kjartansson óskaði eftir úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra um lögmæti aðgerða lögreglu. Í dag tilkynnti hann að yfirheyrslu hans hefði verið frestað.

Í frétt Kjarnans segir að hinir blaðamennirnir þrír verði ekki heldur yfrheyrðir í upphafi næstu viku líkt og til stóð. Lögreglan hafi ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til niðurstaða héraðsdóms liggur fyrir. 

Morgunblaðið hefur eftir Aðalsteini að kæra hans verði tekin fyrir á miðvikudag í næstu viku en að hann viti ekki hversi lengi héraðsdómur verði að komast að niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×