Íslenski boltinn

Öruggur sigur Íslandsmeistaranna | Fram vann stórsigur gegn Selfyssingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingar unnu góðan sigur gegn HK í Lengjubikarnum í dag.
Víkingar unnu góðan sigur gegn HK í Lengjubikarnum í dag. Vísir/Bára Dröfn

Nóg var um að vera í Lengjubikar karla í fótbolta í dag, en alls er nú sjö leikjum lokið. Íslandsmeistarar Víkinga unnu öruggan 3-1 sigur gegn HK og Fram vann 6-2 stórsigur gegn Selfyssingum.

Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen sáu um markaskorun Víkinga gegn HK í fyrri hálfleik o staðan ver því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Erlingur Agnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik áður en Teitur Magnússon klóraði í bakkann fyrir HK-inga stuttu síðar. Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Víkinga, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

HK-ingar eru hins vegar á botninum án stiga.

Þá buðu Frammarar og Selfyssingar upp á markaregn á Framvellinum í dag. Gary Martin kom Selfyssingum yfir strax á fjórðu mínútu, áður en mörk frá Alexander Má Þorlákssyni, Indriða Áka Þorlákssyni og Alberti Hafsteinssyni sáu til þess að heimamenn fóru með 3-1 forystu inn í hálfleikinn.

Alexander Már skoraði annað mark sitt og fjórða mark Fram snemma í síðari hálfleik, en Gary Martin minnkaði muninn í 4-2 örfáum mínútum síðar.

Þór Llorens varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Selfyssinga á 64. mínútu og það var svo Andri Þór Sólbergsson sem gulltryggði 6-2 sigur Fram á lokamínútu leiksins.

Úrslit dagsins

A deild karla riðill 1

Grótta 2-2 Þróttur Vogum

HK 1-3 Víkingur R.

A deild karla riðill 2

ÍA 4-0 KV

Þór Ak. 1-1 Stjarnan

A deild karla riðill 3

Kórdrengir 1-1 Afturelding

A deild karla riðill 4

Fylkir 2-0 Grindavík

Fram 6-2 Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×