Innlent

Laminn í­trekað með flösku í höfuðuð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær líkamsárásir komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Tvær líkamsárásir komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær líkamsárásir komu inn á borð lögreglunnar.

Klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás á Seltjarnarnesi þar sem þrír menn réðust að einum og veittu honum áverka. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamótttöku Landspítalans en ekki er vitað um meiðsl hans samkvæmt dagbókarfærslu lögreglu.

Skömmu síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás, í þetta skiptið í miðborg Reykjavíkur. Þar hafði maður verið laminn ítrekað í höfuðið með flösku en sá sem réðst að honum var var farinn af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið.

Sjúkraliði sem staddur var á vettvangi skoðaði áverka mannsins sem varð fyrir árásinni. Ekki var talin þörf á bráðaflutningi og fór maðurinn því á bráðamótttökuna með leigubíl.

Fyrr um kvöldið hafði lögregla einnig haft afskipti af manni sem ekið hafði á ljósastaur og bíl í Garðabæ. Hafði viðkomandi gengið af vettvangi áreksturins. Lögregla náði hins vegar sambandi við manninn síðar um kvöldið og var hann þá grunaður um ölvun við akstur og handtekinn vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×