Fótbolti

Leicester með örugga forystu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leicester þarf líklega að hafa litlar áhyggjur af seinni leik liðsins gegn Randers í Sambandsdeildinni.
Leicester þarf líklega að hafa litlar áhyggjur af seinni leik liðsins gegn Randers í Sambandsdeildinni. Matthew Lewis/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester vann öruggan 4-1 sigur gegn Randers frá Danmörku er liðin mættust í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Wilfred Ndidi kom Leicester í 1-0 á 23. mínútu áður en Vito Hammershoej-Mistrati jafnaði metin fyrir Randers stuttu fyrir hálfleik.

Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Harvey Barnes kom Leicester yfir á nýjan leik með marki á 49. mínútu.

Patson Daka skoraði þriðja mark liðsins sex mínútum síðar og það var svo Kiernan Dewsbury-Hall sem gulltryggði 4-1 sigur Leicester með marki þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Leicester fer því með þriggja marka forystu inn í seinni leik liðanna, en sá leikur fer fram að viku liðinni í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×