Innlent

Helgi ætlar sér sæti hjá Sjálf­stæðis­flokknum í borginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Áss Grétarsson ætlar sér í borgarstjórn.
Helgi Áss Grétarsson ætlar sér í borgarstjórn.

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, gefur kost á sér í fimmta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars næstkomandi.

Helgi upplýsir um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins sé óraunsæ. Hann segir hana líkjast hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað.

„Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins,“ segir Helgi Áss.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×