Innlent

Úr­skurðaður í far­bann eftir nauðgunar­dóm

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsréttur
Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar.

Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi.

Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári.

Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli.

„Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“

Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×