Innlent

Enginn í öndunar­vél annan daginn í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enginn er á gjörgæslu annan daginn í röð.
Enginn er á gjörgæslu annan daginn í röð. Vísir/Vilhelm.

48 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu. Enginn er í öndunarvél, annan daginn í röð.

Í gær var staðan þannig að 47 sjúklingar á Landspítala voru með Covid-19. Tveir voru á gjörgæslu og hvorugur þeirra í öndunarvél að því er fram kemur á vef Landspítalans.

Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 7.862 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.276 börn. Í gær voru þar 7.123 sjúklingar, þar af 2.198 börn.

Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 363, en voru 313 í gær.

Í morgun var tilkynnt að Heilsugæslan og Læknavaktin muni taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Starfsemi Covid-göngudeildarinnar verður á sama tíma dregin saman.


Tengdar fréttir

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni

Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×