Innlent

75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjöl­far á­sakana um kyn­ferðis­brot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mikill meirihluti fólks segist hlynntur því að einstaklingum sé vikið frá stjórnunarstörfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi.
Mikill meirihluti fólks segist hlynntur því að einstaklingum sé vikið frá stjórnunarstörfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Unsplash

75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort víkja ætti þeim sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot úr stjórnunarstörfum eða stjórnum fyrirtækja og félaga.

Nokkur munur var á afstöðu kynjanna en 86 prósent kvenna sögðust vera hlynnt því að einstaklingar sakaðir um kynferðisbrot væru látnir víkja en 65 prósent karla. 

Tekjur svarenda virtust ekki hafa mikil áhrif né heldur búseta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×