Innlent

Íhugi umfang umferðarkerfisins áður en fólk felli dóma

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Formaður skipulags- og samgönguráðs aðstoðaði í morgun fólk sem festi bíla sína. Hann segir að slíkur sé metnaður borgarinnar. 
Formaður skipulags- og samgönguráðs aðstoðaði í morgun fólk sem festi bíla sína. Hann segir að slíkur sé metnaður borgarinnar.  Samsett

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikið hafi mætt á starfsfólki í snjóþyngslunum í dag.

Hann segir að öll snjóruðningstæki sem borgin hafi yfir að ráða séu nú í notkun. Pawel biður fólk sem sé óþreyjufullt um að hafa í huga stærð umferðakerfisins sem snjóruðningsmenn kappkosti nú við að halda hreinu. Pawel ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis.

„Þetta eru held ég 1.400 kílómetrar sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg þurfa að moka saman. Til samanburðar er hringvegurinn 1.321 kílómetri þannig að þetta er rúmlega heill hringvegur sem við þurfum að moka til að halda götum hreinum og ofan á það bætast göngu-og hjólastígar sem eru um 800 kílómetrar. Samtals er þetta um 2.000 kílómetrar af leiðum sem við þurfum að þjónusta.“

Pawel segir að eðlilega sé forgangur settur á meginæðar, strætóleiðir og neyðarakstur. Því næst sé leitast við að halda hreinum aðkomuleiðum að leikskólum og skólum.

Aðspurður hvort Reykjavíkurborg sé að senda menn út að ryðja nógu snemma svarar Pawel því til að menn hefji mokstur í kringum þrjúleytið að nóttu til. Fannfergið og snjókoman hafi verið slík í dag að þörf hafi verið á að ryðja suma vegi tvívegis.


Tengdar fréttir

Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir

Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×