Innlent

Röskun á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Röskun verður á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar.
Röskun verður á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar. Vísir/Vilhelm

Óveður og ófærð mun hafa áhrif á akstur Strætó á landsbyggðinni í dag en eins og stendur er til að mynda enginn akstur á leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mun stjórnstöð Strætó senda út tilkynningu um leið og akstur hefst á nýjan leik.

Sömu sögu er að segja af leið 51, milli Reykjavíkur og Hafnar.

„Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og því er ekkert ekið milli Reykjavíkur og Selfoss eins og staðan er núna. Áætlað er að leiðin aki leggi á milli Selfoss og Hvolsvallar,“ segir í tilkynningu frá Strætó.

Lokanirnar á Hellisheiði og í Þrengslum hafa það einnig í för með sér að ekki er ekið á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar eins og sakir standa. Um er að ræða leið 52. Þá er heldur ekki ekið frá Hveragerði til Þorlákshafnar.

Tilkynningar um akstur má finna á heimasíðu og Twitter-aðgangi Strætó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×