Innlent

Jórunn Pála vill fjórða sæti hjá Sjálfstæðiflokknum í borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jórunn Pála vill fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Jórunn Pála vill fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Aðsend

Jórunn Pála Jónasdóttir sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem mun fara fram í mars. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jórunni en þetta er fyrsta sinn sem hún gefur kost á sér í prófkjöri. Hún hefur þó starfað á ýmsum sviðum í sveitarstjórnarmálum, fyrst sem frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og nefndarmaður í nefndum Reykjavíkurborgar. Þá hefur hún verið fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018 og frá því í fyrra verið borgarfulltrúi í afleysingum fyrir Egil Þór Jónsson.

Jórunn er 32 ára gömul og lögfæðingur að mennt og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún segist búsett í Breiðholti með fjölskyldu sinni en hafi áður búið erlendis og ferðast um heimin. Að hennar mati sé Reykjavík enginn eftirbátur í alþjóðlegum samanburði. 

„Borgarstjórn stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum á næstu misserum. Á sama tíma og Reykvíkingar vita ekki hvernig eigi að fjármagna rekstur borgarlínu er Strætó í rekstrarvanda. Fyrirsjáanlegur skortur á íbúðum hefur leitt til mikillar hækkunar á raunvirði íbúða en þrátt fyrir að nóg sé til af hagkvæmu byggingarlandi á að gera landfyllingu á verndarsvæði í Skerjafirði,“ segir í tilkynningu Jórunnar.

Hún segir mikilvægt að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í vor endurspegli fjölbreytni mannlífsins í Reykjavík. 

„Ég vil leggja áherslu á skynsamlega fjármálastjórn borgarinnar, vandaða stjórnsýslu og borg þar sem heilsa og líðan er í fyrirrúmi. “



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×